skilmálar
Skilmálar Vefverslunar
Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun FORMER. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.former.is
Vefverslun FORMER er rekin af alt arkitektar ehf. Kt. 590617-2370, VSK númer: 128527. Hrauntunga 41, 200 Kópavogur.
Viðskiptareglur
-
Skilatími vöru er 14 dagar og endurgreiðist að fullu.
-
Vöru er einungis hægt að skipta eða skila gegn framvísun kvittunar
-
Vöru er einungis hægt að skila í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi.
-
Almennur ábyrgðartími vöru er tvö ár.
-
Útsöluvöru er hvorki hægt að skila né skipta.
-
Heimlán er hægt að fá gegn kreditkortatryggingu og er skiladagur innan þriggja daga.
Skilmálar vefverslunar
Skilmálar þessir gilda um vörukaup á vöru eða þjónustu á vefnum former.is
Almennt
Former áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Ókeypis heimsending
Ókeypis heimsending er af öllum vörum sem verslaðar eru á vefverslun former.is. Heimsending utan þess svæðis er háð verðskrá Íslandspóst og er á kostnað kaupanda.
Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður FORMER hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Ef pöntun er utan höfuðborgarsvæðisins, þá er pöntun send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. FORMER ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá FORMER til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við FORMER með spurningar.
Vörureikningur
Þegar FORMER hefur lokið afgreiðslu pöntunar þinnar færðu sendan tölvupóst á netfang þitt með vörureikningi/nótu í viðhengi. Vörureikningurinn sýnir hvað var keypt, afhendingarstað, greiðslumáta og verð.
Ef ábyrgð er á keyptri vöru gildir vörureikningurinn sem ábyrgðarskírteini vörunnar og það skal varðveita.
Fyrir frekari upplýsingar, sendu póst á former@former.is
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Gallar
Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkall kaupa. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár. Ef söluhlut er áætlaður lengri líftími en almennt gerist er frestur til að gera athugasemd 5 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema kaupandi geti sýnt fram á að vara sé keypt hjá seljanda. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru. Hægt er að senda póst á former@former.is til að tilkynna galla á vöru.
Höfundarréttur
Allt efni á vefsvæði former.is er eign former.is. FORMER er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis.
Lögsaga og varnarþing
Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ef kaupandi er fyrirtæki gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000.